- +

Vetrarsalat með fennel, appelsínum og trönuberjum

Innihald:
1 poki klettasalat
2 stk. appelsínur
1 stk. stórt fennel
1 lúka þurrkuð trönuber
4 msk. hreinn fetaostur
Ólífuolía
Salt og pipar

Aðferð:

Leggið þvegið klettasalat á disk eða fat. Skerið fennelið í tvennt og svo í þunnar sneiðar. Afhýðið appelsínurnar og skerið laufin innan úr. Dreifið þessu öllu yfir salatið og kreistið safa út appelsínunum yfir. Setjið þurrkuð trönuber og mulinn fetaostinn yfir. Hellið smá ólífuolíu yfir salatið og kryddið með góðu sjávarsalti og dálitlum möluðum pipar. 

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir