- +

Salat með hráskinku og mozzarella perlum

Innihald:
150 g Klettasalat
180 g Mozzarella perlur (1 dós)
300 g Hráskinka
1 Askja kirsuberjatómatar
10 Jarðarber
Ristaðar furuhnetur
Balsamik gljái

Aðferð:

Skolið og þerrið klettasalatið, hellið smá ólífuolíu yfir og kryddið til með salti og pipar.

Leggið klettasalatið á fallegan disk, dreifið Mozzarella perlunum ofan á salatið. Setjið hráskinkuna yfir salatið.

Skerið jarðarber og tómata smátt og dreifið yfir hráskinkuna.

Ristið furuhnetur og dreifið yfir í lokin. Gott er að bera salatið fram með balsamik gljáa og ristuðu hvítlauksbrauði.

Höfundur: Eva Laufey Kjaran