- +

Guðdómlegt spínatsalat

Innihald
100 g water chestnuts
1½ stk rauðlaukur
500 g frosið spínat (afþýtt)
1 pk púrrulaukssúpa
1 dós sýrður rjómi
3 msk majónes
smá salt

Aðferð:

1. Byrjið á því að þíða spínatið.

2. Skerið water chestnuts smátt niður ásamt rauðlaukinum og blandið saman í skál. Sigtið púrrulaukssúpuna ofan í þannig að grófu laukbitarnir fari ekki með ofan í salatið og blandið vel saman.

3. Klippið spínatið niður eins smátt og þið getið og blandið saman við, setjið síðan sýrða rjómann saman við ásamt majónesinu og blandið vel saman ásamt smá salti. Ef ykkur finnst salatið ekki nógu blautt þá setjið þið bara aðeins meiri af sýrðum rjóma saman við. 

Salatið er mjög gott daginn eftir og jafnvel betra! Hentar vel með niðurskornu baquette brauði, alls konar kexi og hrökkbrauði.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir