- +

Fetaostur með karamellutómötum

Karamellutómatar:
4 stk. plómutómatar
1 dl sykur
2 msk. smjör
2 msk. fersk basilíka, söxuð

Salat:
Handfylli af klettasalati
2 stk. ferskjur, skornar í teninga
Nokkur hindber
Nokkur jarðarber
100 g eða meira af fetaosti, mulinn (ekki í vökva)
50 g pistasíur, saxaðar

Aðferð:

Fyrir 4-6.

 

1. Sjóðið vatn í litlum potti. Skerið kross í kjarna tómatana og setjið þá í örskamma stund í sjóðandi vatnið. Kælið og afhýðið.

2. Bræðið sykur á pönnu þar til hann bráðnar og verður ljósbrúnn. Ekki hræra í á meðan. Þegar sykurinn er bráðnaður setjið þá smjör saman við og svo tómatana. Veltið þeim upp úr karamellunni í 2 mínútur. Takið af pönnunni og skerið í bita og blandið basilíku varlega saman við.

3. Dreifið klettasalati á fat, raðið ferskjum, tómötum, berjum og fetaosti yfir. Dreypið vökvanum sem varð eftir steiktu tómatana ofan á. Sáldrið loks pistasíum yfir. Berið fram með súrdeigsbrauði og tómatavökvanum ef einhver er eftir.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir