- +

Ofnbakaðar kartöflur með Óðals Tindi


Aðferð:

Skerið kartöflurnar niður heldur þunnt. Auðvitað má gera það með mandólíni - en það breytir í raun ekki miklu.

Kartöflunum er svo velt upp úr hvítlauksolíu. Saltað og piprað.

Skerið ostinn í smáa bita. 

Raðið kartöfluskífunum upp, gætið að dreifa ostinum á milli laga.

Aðalmálið er að láta kartöflustaflana halda jafnvægi.

Skreytið með timjan.

Bakið kartöflurnar í þrjú kortér við 180 gráðu hita.

 

Höfundur: Ragnar Freyr Ingvarsson