- +

Kúrbítur með möndlu- og Ísbúapestói

Hráefni
1¼ dl hakkaðar möndlur
1½ dl Ísbúi, fínrifinn
1 stk lítið hvítlauksrif
rauðar piparflögur á hnífsoddi og meira ef vill
2 msk sítrónusafi, meira ef þurfa þykir
½ tsk sjávarsalt
örlítill svartur pipar
1½ dl ólífuolía, meira ef þurfa þykir
2 stk stórir kúrbítar

Aðferð:

Setjið hakkaðar möndlur í matvinnsluvél og myljið alveg svo þær verða að dufti. Bætið ostinum, piparflögunum, salti og hvítlauk saman við og maukið. Loks er sítrónusafanum og ólífuolíunni bætt saman við og öllu blandað saman. Smakkið til með salti og pipar og setjið jafnvel meiri sítrónusafa og olíu, en það fer eftir smekk hvers og eins. Skerið kúrbítinn niður í þunnar sneiðar, en það er best að gera með mandólín skurðarjárni. Eins má skera kúrbítinn með ostaskera eða grænmetishníf. Blandið kúrbítnum varlega saman við pestóið og best er að nota hendurnar til þess.

Fullkomið meðlætið með grilluðum laxi eða öðrum fiski.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir