- +

Köld gráðaostasósa

Innihald:
200 g sýrður rjómi 18% frá Gott í matinn
3 msk majónes
safi úr hálfri sítrónu
100 g gráðaostur
salt og nýmalaður pipar

Aðferð:

Frábær sósa með grillmat og kjöti.

Setjið allt í skál og maukið með töfrasprota eða setjið í matvinnsluvél. Maukið þar til sósan verður silkimjúk, kryddið til með salti og pipar.

Við mælum líka með dillsósu, sjá hér, og mexíkóskri sósu, sjá hér.

Höfundur: Eva Laufey Hermannsdóttir