Sinnepsrjómasósa
Einfalt
- +

Sinnepsrjómasósa

Innihald:
2½ dl rjómi
1 dós Gott í matinn sýrður rjómi 18%
1 dl af kjötsoði úr potti
1 msk rifsberjasulta
1 msk sojasósa
½ stk kjötkraftsteningur (hálfur til heill teningur)
2 msk gróft dijon sinnep (2-3 msk)

Aðferð:

Allt sett í pott hitað að suðu og pískað saman.

Smakkið ykkur áfram með sultu, sinnepi og soja.

Þykkið með sósujafnara ef ykkur finnst þurfa. 

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir