- +

Einföld og góð dillsósa

Innihald
2 dl grísk jógúrt
1 stk hvítlauksrif
handfylli dill
salt og nýmalaður pipar
skvetta af hunangi
skvetta af sítrónusafa

Aðferð:

Maukið allt saman með töfrasprota eða í matvinnsluvél, geymið í kæli áður en þið berið fram. 

Þessi sósa hentar með flestum fiskréttum en dill og fiskur passa mjög vel saman. 

 

Við mælum líka með gráðaostasósu, sjá hér, og mexíkóskri sósu, sjá hér.

 

Höfundur: Eva Laufey Hermannsdóttir