- +

Grilluð pizza með súkkulaði og sykurpúðum

Innihald:
250 g pizzadeig (að viðbættum 2 msk. af sykri)
100 g súkkulaði í bitum
200 g rjómaostur til matargerðar frá Gott í matinn
50 g pekanhnetur eða aðrar hnetur, grófsaxaðar
10 stk. sykurpúðar, skornir í tvennt
fersk mynta, söxuð til skreytingar

Aðferð:

Handa fjórum (ein stór eða fjóar litlar)

Hér er hægt að nota tilbúið pizzadeig eða búa til sitt eigið. Ef þið viljið búa til ykkar eigið mælum við með uppskrift okkar að pizzudeigi en fyrir svona eftirréttapizzu er gott að bæta við 2 msk. af sykri út í deigið.

Fletjið pizzudeigið eins þunnt og hægt er og leggið það á hitaðan pizzustein eða í pizzuform. Dreifið súkkulaðinu jafnt yfir deigið, ekki alveg út á brúnir. Dreifið rjómaostinum í litlum klípum yfir súkkulaðibitana. Stráið hnetum þar yfir og að síðustu sykurpúðunum. Bakið pizzuna við óbeinan hita á efri grind á grilli (eða á neðri grindinni ef notaður er pizzusteinn) í 6-8 mínútur og munið að hafa grillið lokað á meðan baksturinn fer fram. Berið strax fram.

 

Höfundur: Inga Elsa Bergþórsdóttir