Menu
Brunch pizzur

Brunch pizzur

Virkilega góður og einfaldur réttur.

Uppskriftin er fyrir fjóra.

Innihald

1 skammtar
Tortillakökur
Óðals Cheddar, rifinn
Óðals Ísbúi, rifinn
Sýrður rjómi frá Gott í matinn
Dijon sinnep
Sriracasósa
Sjávarsalt og svartur pipar
Beikonsneiðar
Egg
Stórt avocado eða tvö minni
Ferskt kóríander, saxað
Lime

Skref1

  • Stillið ofninn á 180°.
  • Hrærið saman ostunum tveimur, sýrða rjómanum, Dijonsinnepi og Sriracasósunni.
  • Smakkið til með sjávarsalti og pipar.
  • Látið tortillakökurnar á bökunarplötu klædda bökunarpappír.
  • Smyrjið ostamaukinu jafnt á tortillakökurnar.

Skref2

  • Setjið tvær beikonsneiðar á hverja tortillu. Reynið að láta þær standa upp á endann og mynda hring.
  • Brjótið síðan 1 egg þar ofan í.
  • Bakið í ofni þar til eggið er orðið nokkuð stíft.
  • Takið úr ofninum og sáldrið lárperubitum og kóríander yfir.
  • Berið strax fram með límónubátum, ef vill.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir