Menu
Piparkaka með kanil rjómaostakremi

Piparkaka með kanil rjómaostakremi

Það má svo sannarlega mæla með þessari köku í jólaboðin í desember. Hún er rosalega jólaleg og góð og fyllir heimilið af jólalegum ilmu. Síðan skemmir auðvitað ekki fyrir hvað er hægt að gera hana fallega.

Innihald

12 skammtar
fínmalað spelt eða hveiti
hrásykur / cane sugar
ground ginger (engiferduft)
ground cloves (negulduft)
kanill
lyftiduft
matarsódi
salt
stór egg
dökkt agave síróp
smjör við stofuhita
nýmjólk
vanilludropar

Botn

  • Ofninn er hitaður í 180°C blástur.
  • Öllum þurrefnum er blandað saman í hrærivélinni og smjörinu bætt út í og hrært þar til það hefur blandast vel saman.
  • Bætið næst einu eggi í einu við blönduna og hrærið vel, næst fer mjólkin og vanilludroparnir og hrært vel. Blandan á að verða pínu „fluffy“.
  • Setjið deigið í tvö smurð form og inn í ofn í 25 mínútur eða þar til hægt er að stinga í kökuna og ekkert festist á gafflinum.
  • Fínt að útbúa kremið á meðan kakan er í ofninum.
  • Kakan er látin kólna alveg áður en kremið er sett á.

Krem

  • Rjóminn er þeyttur og settur til hliðar.
  • Rjómaosti, kanil og flórsykri er hrært saman í hrærivél þar til blandan er orðin mjúk, þá er rjómanum hrært saman við með sleif.
  • Kreminu er smurt á kökuna og hún skreytt að vild, til dæmis með piparkökum. 

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir