- +

Pastasalat með kjúklingi og mexíkóosti

Innihald:
1 pakki pastaskrúfur
Kjúklingur
Beikon skorið smátt

Sósa:
100 g mæjónes
100 g sýrður rjómi frá Gott í matinn
3 msk. dijon sinnep (3-4 msk.)
3 hvítlauksrif
1 tsk. hvítlauksblanda
2 tsk. sítrónusafi (2-3 tsk.)
½ stk. mexíkóostur, rifinn
Salt og pipar

Hugmynd að meðlæti:
Gúrka, skorin smátt
Tómatar, kjarnhreinsaðir og skornir smátt
Maísbaunir
Kasjúhnetur
Doritos flögur
Rifinn pizzaostur frá Gott í matinn

Aðferð:

Pastað er soðið samkvæmt leiðbeiningum á pakka. 

Steikið kjúkling upp úr smjöri, olíu, salti og pipar. Gott að hella balsamikediki yfir

Sósan gerð með því að blanda öllum hráefnum saman og hræra vel.

Sósunni er blandað saman við pastað ásamt beikoni, kasjúhnetum og rifnum mexíkóosti. 

Grænmeti að smekki hvers og eins er blandað saman við ásamt rifnum osti og muldum Doritos flögum.

 

Höfundur: Hjördís Dögg Grímarsdóttir