- +

Kjúklingapasta með stökkum beikonbitum í rjómaostasósu

Innihald:
kjúklingabringur, um ein bringa á mann
beikon, magn eftir smekk
penne pasta
1 pk. sveppir
1 stk. rauð paprika
2 stk. laukur
1 stk. graslaukur
500 ml rjómi
120 g Parmesan ostur, eða meira
1 poki Mozzarella ostur, rifinn
1 stk. Piparostur

Aðferð:

1. Byrjið á að steikja sveppi, lauk og papriku á lítilli pönnu og setjið til hliðar.

2. Steikið beikonið þangað til það er orðið stökkt og setjið til hliðar.

3. Steikið því næst kjúklingabringurnar, kryddið með salti og pipar og sjóðið penne pasta á sama tíma. Skerið kjúklinginn í passlega stóra bita þegar hann er tilbúinn.

4. Hellið rjóma í pott og bræðið piparostinn og parmesanostinn við vægan hita.

5. Þegar pastað er soðið hellið vatninu af og bætið pastanu saman við rjómaostablönduna ásamt kjúklingnum.

6. Bætið steikta grænmetinu og stökku beikoninu út í og smakkið til með svörtum pipar.

7. Berið réttinn fram með smátt skornum graslauk og mozzarella osti.

Höfundur: Tinna Alavis