- +

Heitur pastaréttur með kjúklingi og brokkólí

Innihald:
1 stk. heill grillaður kjúklingur, rifinn niður
100 gr feskt tortellini pasta með fyllingu að eigin vali
50 gr þurrt pasta
1 poki Gratínostur
100 gr Parmesan
1 peli rjómi
1 stk. lítill brokkólíhaus
2 stk. egg
2 msk. rasp
4 msk. ólífuolía
1 msk. fersk steinselja

Aðferð:

Hitið ofninn í 180°C.

Sjóðið þurra pastað í saltvatni í 5 mínútur og bætið þá brokkólíinu út í pottinn í aðrar 5 mínútur.

Eftir það kemur ferska Tortellini pastað í 2 mínútur til viðbótar. Samtals 12 mínútur.

Látið allt vatn leka vel af pastanu og brokkólíinu og færið yfir í eldfast mót.

Setjið kjúklinginn og steinseljuna yfir pastað.

Pískið saman eggjum, rjóma og Gratínosti.

Kryddið blönduna vel með salti og pipar áður en þið hellið henni yfir pastað og kjúklinginn.

Blandið saman olífuolíu, parmesan og raspi og hellið yfir allt.

Bakið við 180°C í 40 mínútur.

Höfundur: Tinna Alavis