- +

Osta fondue og bakaður Gullostur

Innihald:
2½ dl hvítvín
1 msk. smjör
1 msk. hveiti
2 dl rifinn Óðals Ísbúi
2 dl rifinn Óðals Tindur
2 dl rifinn Óðals Cheddar

Aðferð:

Osta fondue:

Hitið vín að suðu. Bræðið smjör í potti við vægan hita, hrærið hveiti saman við og látið malla í nokkrar mínútur á meðan þið hrærið í. Hellið þá víninu í smá skömmtum í einu út í hveitiblönduna og hrærið rösklega í þar til úr verður áferðarfallegur jafningur. Þá fer allur osturinn saman við. Hrærið hann þar til hann er bráðinn saman við jafninginn. Berið fram á hita, litlum potti sem stendur yfir kerti. Best með góðu brauði, súrum gúrkum, ólífum, sultu fyrir þá sem það vilja.

 

Bakaður Dala Gullostur:

Bakaðið Dala Gullost án þess að eiga nokkuð við hann. Takið eingöngu límmiðann af álpappírnum. að er ekki vitlaust að stinga nokkrum sinnum ofan í toppinn á honum með hnífsoddi en annars er pappírinn bara hafður opinn og osturinn settur í ofnfasta skál. Hann er bakaður þar til hann er orðinn vel heitur og flæðandi.

Annað sem má gera er að hella yfir ostinn hunangi sem er með einhverju gúmmelaði saman við eins og t.d. (bragðbættu) hunangi áður en hann er settur inn í ofn.

Höfundur: Halla Bára og Gunnar