- +

Djúpsteiktir ostar - Gullostur og Stóri Dímon

Innihald:
1 stk. Gullostur
1 stk. Stóri Dímon
4 stk. egg
1 bolli hveiti
1 bolli brauðmylsna
salt og pipar

Meðlæti:
4 stk. brauðsneiðar (4-6 sneiðar)
2 msk. hvítlauksolía
1 stk. avókadó
blandað salat
3 tsk. sinnep (3-4 tsk.)
3 tsk. sulta (3-4 tsk.)

Aðferð:

Þessi ostaveisla dugar fyrir 4-6.

 

1. Skerið Gullostinn í bita. Hjúpið fyrst með bragðbættu hveiti (salti og pipar), veltið svo upp úr eggi, svo mylsnu og svo aftur upp úr eggi og mylsnu til að fá þéttan hjúp.

2. Djúpsteikið nokkra í einu - hafið þá aðskilda þannig að þeir límist ekki saman. Ef notaður er djúpsteikingarpottur er gott að steikja bitana við 170 gráður.

3. Steikið bitana þangað til að þeir eru fallega gullinbrúnir.

 

4. Gullostinn er gott að bera fram á djúpsteiktu brauði með bláberja- og púrtvínssultu.

 

5. Það sama er gert við Stóra Dímon nema hvað hann er skorinn niður í stangir. Hjúpaður á sama hátt og Gullosturinn og steiktur þar til hann verður gullinbrúnn.

 

6. Tyllið smá sinnepi á ostinn og berið fram með avókadósneiðum og salati. 

 

 

 

 

Höfundur: Ragnar Freyr Ingvarsson