- +

Ostasamlokur með Óðalsostum

Innihald:
4 brauðsneiðar
2 msk. dijonsinnep (gott að sæta með smá hlynsírópi)
½ tsk. ferskt timjan
Nóg af rifnum Óðals Búra
Nóg af rifnum Óðals Cheddar
75 g smjör (til að smyrja og til steikingar)

Aðferð:

Uppskrift fyrir tvær samlokur.

Smyrjið brauðsneiðar með sinnepi. Raspið yfir nóg af Óðals Búra fyrir eina samloku og síðan Óðals Cheddar fyrir aðra. Sáldrið nokkrum timjan greinum með.

Smyrjið brauðið að utan með nóg af smjöri.

Galdurinn er svo að steikja á heldur lágum hita. Það liggur ekkert á og maður er síðan verðlaunaður fyrir þolinmæðina!