- +

Ostapönnukökur með reyktum laxi og límónukremi

Ostapönnukökur
2½ dl hveiti
½ tsk lyftiduft
sjávarsalt og svartur pipar
2 stk egg
1¾ dl ab mjólk
1 ds lítil kotasæla
3 dl mozzarellaostur rifinn (ekki kúla)
2 msk graslaukur, fínsaxaður

Límónukrem
1 ds 18% sýrður rjómi
rifinn börkur af 1 límónu
1 tsk límónusafi
sjávarsalt og svartur pipar eftir smekk

Meðlæti
reyktur lax eða reyktur silungur, eftir smekk
ferskt salat
nokkur jarðarber
límónubátar

Aðferð:

1. Setjið þurrefnin saman í skál og blandið síðan hinum hráefnunum saman við. Hrærið.

2. Steikið á pönnu við meðalhita.

3. Hrærið saman sýrðan rjóma, límónusafa og límónubörk. Smakkið til með pipar og salti.

4. Smyrjið hverja pönnuköku með límónukremi. Setjið smá salat, lax/silung og jarðarber ofan á og sáldrið svörtum pipar yfir. Berið fram með límónubátum.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir