- +

Súper partý nachos

Heimalagað salsa:
4 stk. tómatar
1 stk. skarlottulaukur
1 búnt af steinselju
1 sítróna (rifinn börkur og safi)
1 tsk. salt (1-2 tsk.)
50 ml ólífuolía

Heimalagað guacamole:
4 stk. avocado (vel þroskuð)
1 stk. lime (rifinn börkur og safi)
1 tsk. salt (1-2 tsk.)

Samsetning:
1 poki nachosflögur
Heimalagað salsa
Heimalagað guacamole
Gratínostur frá Gott í matinn
Sýrður rjómi frá Gott í matinn
Vorlaukur
Jalapeno
Rautt chili

Aðferð:

Heimalagað salsa:

Skerið tómatana í litla teninga, fínsaxið skarlottulaukinn og steinseljuna. Rífið sítrónu og kreistið safann úr. Blandið öllu saman við og smakkið til með salti.

 

Heimalagað guacamole:

Setjið avocadoin í skál þegar búið er að hreinsa þau, rífið börkinn af lime-inu og kreistið safann út í, stappað saman með gaffli eða vinnið saman í matvinnsluvél. Smakkið til með salti. 

 

Samsetning:

Setjið flögurnar í stórt eldfast mót, stráið rifna ostinum vel yfir, setjið mótið í 180°C heitan ofn og bakið í 10 mín. Eftir það setjið þið bæði salsa og guacamole yfir flögurnar því næst er sýrður rjómi settur ofan á og í lokinn stráum við vorlauk, jalapeno og chili yfir. 

Höfundur: Sævar Lárusson