- +

Kjúklinga fajitas með guacamole

Kjúklinga fajitas
1 pakki kjúklingalundir
Tortillas
Rifinn mozzarella ostur frá Gott í matinn
Sýrður rjómi frá Gott í matinn
1 rauð papríka
1 gul papríka
1 laukur
Ólífuolía til steikingar
Fajitas krydd í bréfi
Smá salt og cayenne pipar

Guacamole:
4 avocado (4-5 stk. mjúk)
½ bolli ferskt kóríander
½ rauðlaukur
1 hvítlauksrif
½ lime, kreist
Litlir tómatar

Aðferð:

 

Kjúklinga fajitas:

Steikið grænmetið þar til það hefur brúnast og setjið til hliðar. Steikið kjúklinginn upp úr ólífuolíu og kryddið með Fajita kryddi og smá cayan pipar. Brúnið kjúklinginn vel.

Hitið Tortilla í ofni skv. leiðbeiningum og fyllið þær með steiktum kjúklingi, grænmeti, guacamole, sýrðum rjóma og mozzarella osti.

Hægt er að kaupa tilbúið guacamole eða útbúa það sjálfur á einfaldan hátt.
 
 
Guacamole:
Allt sett saman í matvinnsluvél þar til hráefnin hafa blandast vel saman. Litlir tómatar eru saxaðir mjög smátt eftir á og hrært saman við.

Höfundur: Tinna Alavis