- +

Chili con Carne

Innihald
2 msk olía
2 msk smjör
2 stk gulir laukar
4 stk hvítlauksrif
1 msk kúmen, heilt
½ stk gul paprika
½ stk rauð paprika
½ stk græn paprika
500 g nautahakk
saltflögur, eftir smekk
grófur svartur pipar, eftir smekk
chiliflögur, eftir smekk
1 msk worchestershiresósa
2 stk grænmetiskraftur
1 dós niðursoðnir saxaðir tómatar
1 dós bakaðar baunir
1 dós nýrnabaunir
1 msk hunang
1 box rjómaostur með svörtum pipar
100 g suðusúkkulaði
steinselja til að skreyta með

Aðferð:

1. Hitið olíu og smjör á pönnu eða notið djúpan pott. Skerið laukinn og hvítlaukinn smátt og bætið við ásamt kúmeni. Látið laukinn verða glæran og finnið dásamlegan ilminn fylla eldhúsið.
2. Skerið paprikurnar i teninga og bætið við. Látið svitna í pottinum.  

3. Setjið nautahakkið saman við og látið það brúnast með grænmetinu. Kryddið með salti, pipar, chiliflögum og worchestershiresósu. Farið varlega með chiliflögurnar. Það þarf oftast ekki mikið af þeim.
4. Opnið dósirnar og setjið innihaldið í pottinn. Hrærið og látið suðuna koma upp og lækkið þá hitann eitthvað. Látið malla hægt og rólega í klukkutíma ef hægt er.
5. Setjið hunangið, rjómaostinn og súkkulaðið út í og látið það bráðna með. 

6. Skreytið með steinselju þegar borið er fram. 

 

Með chiliréttinum er afbragðsgott að bera fram hrísgrjón, maísbaunir, salat og kalda sósu.

Höfundur: Theodóra J. Sigurðardóttir Blöndal