- +

Súkkulaðimarengs með heslihnetum

Marengs
6 stk eggjahvítur
330 g sykur
1 tsk lyftiduft
100 g bráðið súkkulaði

Fylling
½ l rjómi
200 g súkkulaðihúðaðar heslihnetur H-berg
4 stk kókosbollur
150 g súkkulaði
4 msk síróp
½ dl rjómi

1. Hitið ofninn í 150C° og setjið smjörpappír á tvær bökunarplötur og myndið tvo jafna hringi.

2. Þeytið eggjahvítur og sykur saman þar til blandan verður hvít og stíf.

3. Setjið lyftiduft saman við og hrærið vel.

4. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og hellið því yfir marengsinn í skálinni. Ekki hræra súkkulaðinu saman við heldur hellið marengsinum á bökunarplöturnar og myndið fallega jafn hringi, þannig myndast fallegt súkkulaðimynstur á marengsinn. Bakið í 50 mínútur eða þar til marengsinn er þurr viðkomu. Kælið svo alveg.

 

Aðferð, fylling:

1. Bræðið súkkulaðið, ½ dl rjóma og síróp yfir vatnsbaði. Hellið helmingnum á annan botninn.

2. Grófsaxið 100 g heslihnetur og setjið ofan á súkkulaðið.

3. Þeytið ½ lítra rjóma og bætið kókosbollunum saman við rjómann og setjið hann ofan á neðri botninn. Setjið hinn botninn ofan á og skreytið með restinni af brædda súkkulaðinu og 100 g grófsöxuðum heslihnetum.

Geymið í kæli þar til kakan er borin fram.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir