- +

Súkkulaðikaka með rjómaostaglassúr og berjum

Innihald:
100 g smjör
3 dl sykur
2 tsk. vanillusykur
2 stk. egg
1½ dl hveiti
5 msk. kakó
salt á hnífsoddi

Rjómaostaglassúr:
1 box hreinn rjómaostur við stofuhita, 125 g
1 msk. agavaesíróp eða annað síróp (rúmlega 1 msk.)
1½ tsk. vanillusykur
brómber, jarðarber, hindber eða bláber eftir smekk

Meðlæti:
léttþeyttur rjómi

Aðferð:

1. Bræðið smjörið í potti á lágum hita. Setjið hin hráefnin saman við eldsnöggt og hrærið vel. Setjið deigið í olíuborið bökunarform 22-24 cm í þvermál. Bakið í u.þ.b. 25 mínútur við 175°. Kælið.

2. Hrærið saman rjómaosti, sírópi og vanillusykri þar til blandan verður kekkjalaus. Smyrjið kökuna og skreytið með berjum. Berið fram með léttþeyttum rjóma.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir