Menu
Hafrakökur með bönunum

Hafrakökur með bönunum

Virkilega góðar, einfaldar og fljótlegar bananahafrakökur. Hægt er að bragðbæta kökurnar með suðusúkkulaði, döðlum eða t.d. graskersfræjum og gojiberjum. Þessar kökur fara krakkar létt með að baka. Það er stórsniðugt að nota þreytta, brúna banana í kökurnar og ekkert mál er að tvöfalda þessa uppskrift.

Innihald

1 skammtar
smjör við stofuhita
púðursykur
sykur
egg
banani
vanilludropar
hveiti
haframjöl (3-3,5 dl)
matarsódi
Salt á hnífsoddi
Suðusúkkulaði (um 50-75 g)

Skref1

  • Stillið ofnhitann á 180 °C.

Skref2

  • Þeytið smjör og sykur vel saman í létta blöndu.
  • Bætið egginu við og þeytið þar til það hefur blandast vel saman við.
  • Stappið bananann og bætið honum við ásamt vanilludropum.
  • Hrærið saman.

Skref3

  • Blandið hveiti, haframjöli, matarsóda og salti í skál og hellið því saman við deigið og hrærið vel saman.
  • Ef ykkur finnst deigið vera of lint þá er ekkert mál að bæta við aðeins af haframjöli eða hveiti.

Skref4

  • Setjið bökunarpappír á bökunarplötu.
  • Það er fínt að setja um matskeið af deigi fyrir hverja köku með smá bili á milli á plötuna. Kökurnar stækka þónokkuð.
  • Bakið kökurnar neðarlega í 6 – 10 mínútur eða þar til þær eru rétt aðeins byrjaðar að brúnast.

Skref5

  • Látið kökurnar kólna aðeins áður en þær eru bornar fram með ískaldri mjólk.

Höfundur: Theodóra J. Sigurðardóttir Blöndal