Hafraklattar með rommrúsínum

Innihald
120 g smjör við stofuhita
130 g ljós púðursykur
1 stk egg
1 tsk vanilludropar
100 g hveiti
½ tsk matarsódi
1 tsk kanill
¼ tsk maldon salt
125 g gróft haframjöl
100 g dökkt súkkulaði skorið niður í grófa bita
100 g H-berg rommrúsínur skornar smátt niður
50 g hvítt súkkulaði
smá smjör

Aðferð:
  1. Hitið ofninn í 180 gráður.
  2. Blandið saman hveiti, matarsóda, kanil og salti saman í skál og setjið til hliðar.
  3. Blandið smjöri, púðursykri, eggi og vanilludropum saman og hrærið þar til blandan verður mjúk og létt. Hrærið því næst hveitiblönduna saman við.
  4. Bætið saman við haframjöli, súkkulaðibitum og rommrúsínum og hrærið á litlum hraða þangað til allt hefur blandast vel saman.
  5. Setjið deigið í skál og kælið í 30 mínútur.
  6. Búið til kúlur úr deiginu og setjið á bökunarplötu með smjörpappír, hafið gott bil á milli þar sem kökurnar fletjast út. Bakið í 10 til 12 mínútur.
  7. Kælið kökurnar áður en þið takið þær af bökunarplötunni þar sem þær eru frekar mjúkar þegar þær koma úr ofninum.
  8. Setjið bráðið hvítt súkkulaði yfir kökurnar.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir