- +

Amerískar smákökur

Innihald
1 bolli mjúkt smjör
1 bolli púðursykur
1 stk egg
1½ tsk vanilludropar
2 bollar hveiti
1½ tsk lyftiduft
1 tsk salt
1½ bolli Smarties eða M&M

Það þarf að setja sig í spor fjórtán ára barna þegar sett er saman fermingarveisla og heyra það á þeim hvað þau vilja hafa og hvað þeim þykir gott. Amerískar smákökur, cookies, er eitthvað sem margir myndu nefna. Hér er ein ekta uppskrift sem klikkar ekki.

Aðferð:

Hitið ofn í 180 gráður. Hrærið saman smjör og sykur þar til létt og ljóst, bætið þá eggi saman við og hrærið ásamt vanilludropum. Setjið þurrefnin saman við og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman og þá Smarties eða M&M. Hrærið varlega svo nammið brotni ekki allt.

Gott er að stinga deiginu í ísskáp í um hálftíma, móta þá litlar kúlur og setja á bökunarplötu. Athugið að deigið má geyma í ísskáp yfir nótt. Þrýstið létt ofan á kúlurnar með fingrunum. Bakið í 8-10 mínútur ef þið viljið hafa þær mjög mjúkar að innan en 12-14 mínútur ef þið viljið hafa þær stökkar. 

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir og Gunnar Sverrisson