- +

Litlar ostakökur með saltri karamellusósu

Ostakökur:
18 möffinsform (18-20)
10 Lu kexkökur
1 msk. púðursykur
3 msk. brætt smjör
400 g rjómaostur frá Gott í matinn
½ bolli sykur
1 egg

Sölt karamellusósa:
½ bolli sykur
2 msk. smjör
3 msk. rjómi frá Gott í matinn
Sjávarsalt

Gerir 18-20 kökur í möffins stærð.

Ofninn er hitaður í 160 gráður.

 

Aðferð kaka:

Kexið er mulið í matvinnsluvél eða á annan hátt og bræddu smjöri og púðursykri blandað saman við.

Kexinu er síðan þjappað ofan í möffins formin.

Rjómaostur, egg og sykur fara saman í hrærivélina og þeytt þar til blandan verður mjúk.

Þá fer um ein matskeið ofan í hvert möffinsform og kökurnar settar í ofninn í 20 mínútur.

Þegar kökurnar koma út eru þær kældar inni í ísskáp í um klukkustund áður en karamellan er sett á.

Það er eðlilegt að kökurnar falli aðeins í ísskápnum.

 

Aðferð sölt karamellusósa:

Byrjið ekki á sósunni fyrr en kökurnar hafa verið kældar.

Sykurinn er bræddur í potti þar til hann er orðin alveg kekkjalaus og ljósbrúnn, það þarf að hræra með sleif allan tímann.

Næst er smjörinu bætt við og potturinn tekinn af hellunni. Rjóminn fer út í lokinn og hrært þar til karamellan verður silkimjúk.

Ef hún fer að kekkjast þá er hægt að setja hana aðeins aftur á helluna.

Ein teskeið af karamellu er sett yfir kökurnar ásamt dassi af sjávarsalti og kökurnar síðan kældar.

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir