- +

Klessukaka

Innihald:
100 g brætt smjör
2½ dl sykur
2 stk. egg
1 dl hveiti
3 msk. kakóduft
1 tsk. vanilludropar

Aðferð:

Taktu til hringlaga form. Tylltu bökunarpappír í formið eða smyrðu það með feiti og stráðu hveiti eða kókósmjöli í það.

Bræddu smjörið í potti. Taktu pottinn af hitanum. Helltu sykri saman við smjörið, hrærðu vel þannig að hann bráðni. Bættu við eggjum og hrærðu vel á milli. Síðast er hveiti, kakódufti og vanillu blandað saman við og hrært í gott deig. 

Helltu deiginu í formið og bakaðu kökuna neðarlega í ofninum í um 15 mínútur við 175°C.

Láttu kökuna kólna áður þú berð hana fram með t.d. ís, ferskum ávöxtum, þeyttum rjóma eða grískri jógurt. Eða einungis með glasi af ískaldri mjólk. 

Höfundur: Theodóra J. Sigurðard. Blöndal