- +

Kanilformkaka með rjómaostakremi

Kaka:
200 g mjúkt smjör
2 bollar sykur
6 stk egg
3 bollar hveiti
1 tsk salt
1 tsk lyftiduft
1 bolli sýrður rjómi
2 msk olía
1 msk vanilludropar

Kanilblanda:
6 msk mjúkt smjör
⅔ bolli púðursykur
1 msk hveiti
1½ tsk kanill
1 tsk vanilludropar

Krem
125 g hreinn rjómaostur (lítil dós)
2 msk ósaltað og mjúkt smjör
1½ bolli flórsykur
¼ bolli mjólk eða matreiðslurjómi
1 tsk vanilludropar

Aðferð:

Kaka, aðferð:

Hrærið saman smjör og sykur þar til létt í sér, hrærið egg saman við eitt í einu þar til úr verður mjúk blanda. Hellið þurrefnum saman við, þá sýrðum rjóma, olíu og dropum. Blandið vel en ekki hræra deigið lengi.

Kanilblanda, aðferð:

Hrærið allt hráefnið saman þar til áferðarfallegt og mjúkt.

Krem, aðferð:

Hrærið allt hráefnið saman þar til kremið veður slétt og huggulegt, um tvær mínútur.

Kanilformkaka með rjómaostakremi, aðferð:

Hitið ofn í 180 gráður. Fyllið hvort formkökuform að 1/3 hluta með deiginu. Hellið varlega ¼ kanilblöndunnar yfir deigið í sitthvoru forminu. Takið gaffal og hrærið rólega í deiginu með hringlaga hreyfingum til að dreifa kanilblöndunni um deigið. Hellið rest af deigi yfir formin sem og kanilblöndunni og hrærið aftur á sama hátt.

Stingið í ofn og bakið í 50-60 mínútur. Ekki baka of mikið en þegar líður á bökunartímann þarf að stinga í kökuna til að athuga hvernig staðan er á henni. Hún gæti þurft lengri tíma í ofninum. Takið úr ofninum og kælið áður en kremið er smurt á þær. Njótið vel!

 

Höfundur: Halla Bára og Gunnar