- +

Hrekkjavökukaka - súkkulaðikaka með smjörkremi og Oreo

Kaka:
4 stk egg
420 g sykur
320 g hveiti
3 msk dökkt kakó
5 tsk lyftiduft
2½ dl súrmjólk
120 g brætt smjör

Smjörkrem:
250 g smjör við stofuhita
500 g flórsykur
4 tsk vanilludropar
1 msk mjólk eða rjómi (1-2 msk)

Skraut:
8 stk Oreo kexkökur, hakkaðar
Kóngulær

Aðferð:

Súkkulaðikaka fyrir Halloween

Hitið ofninn í 180 gráðu hita og setjið smjörpappír í tvö hringlaga bökunarform. Þeytið egg og sykur saman þar til blandan verður ljós og létt. Blandið hveiti, kakói og lyftidufti saman í skál og hrærið. Bætið því saman við blönduna ásamt súrmjólkinni og brædda smjörinu og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Skiptið deginu jafnt í formin og dreifið úr deiginu með sleif. Bakið í rúmar 20 mínútur eða þar til tannstöngull kemur hreinn upp úr miðju könunnar. Passið ykkur að baka kökuna ekki of mikið svo hún verði ekki þurr. Kælið kökuna alveg áður en þið setjið smjörkremið á.

Smjörkrem

Fyrir þessa köku dugar akkúrat að gera einfalda uppskrift af kremi. Fyrir ykkur sem viljið aðeins meira krem á kökuna mæli ég með að þið gerið eina og hálfa uppskrift. Hrærið smjörið þar til það er orðið ljóst og létt. Bætið flórsykri saman við smátt og smátt í einu og hrærið vel á milli. Setjið vanilludropa saman við og hrærið. Ef ykkur finnst kremið vera of þykkt er got að setja 1-2 msk af mjólk eða rjóma saman við. Litið kremið af vild. Mikilvægt er að nota gelmatarlyti í kremið. Setjið krem á milli botnanna og yfir alla kökuna.

 

 

Skraut

Setjið Oreo kexið í matvinnsluvél og hakkið þar til það er orðið fínmalað. Dreifið Oreo kexinu yfir kökuna og búið til t.d. hóla og festið á hliðar kökunnar. Skreytið með köngulóm eða því sem ykkur dettur í hug. Fyrir ykkur sem viljið skrifa á kökuna er notaður sykurmassi og stafirnir skornir út eftir mótum og settir á kökuna.

 

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir