- +

Fljótlegar bollakökur með lúxus súkkulaðikremi

Innihald:
¾ bolli kakóduft
1½ bolli hveiti eða fínmalað spelt
1 bolli sykur
1 tsk. matarsódi
1 tsk. lyftiduft
½ tsk. salt
2 stk. egg
¾ bolli heitt vatn
¾ bolli súrmjólk, ab mjólk eða hrein jógúrt
3 msk. bragðlítil matarolía
2 tsk. vanilluextract

Lúxus súkkulaðikrem:
100 g dökkt súkkulaði
200 g mjúkt smjör
300 g flórsykur
1 tsk. vanilluextract
1 msk. mjólk (1-2 msk.)

Aðferð:

Þessi uppskrift dugar í 18-20 bollakökur.

Hitið ofn í 160 gráður með blæstri, annars 180 gráður. Hrærið öllum þurrefnunum saman með písk. Bætið restinni út í og hrærið saman þar til deigið er komið saman. Gætið þess þó að hræra ekki of lengi. Skiptið deiginu í 18-20 pappírsklædd bollakökuform og bakið í 20 mínútur. Kælið.

Krem:
Bræðið súkkulaðið við afar vægan hita í potti, yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni. Þeytið mjúkt smjörið þar til ljóst og létt, bætið flórsykri og vanillu saman við og þeytið vel saman, 2-3 mínútur. Hellið kældu bræddu súkkulaðinu saman við og þeytið saman þar til vel samlagað. Bætið mjólk saman við ef ykkur finnst kremið of þykkt, 1-2 msk. eftir smekk. Setjið í sprautupoka og sprautið á kældar kökurnar eða smyrjið á með hníf.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir