Bláberjakaka

Innihald:
1 stk egg
1½ dl sykur
1½ dl hveiti
50 g brætt smjör
3 dl bláber (3-4 dl) - frosin eða fersk
2 msk sykur

Aðferð:

1. Setjið bökunarpappír í langt og mjótt brauðform.

2. Þeytið egg og sykur.

3. Bræðið smjörið og hellið saman við egg- og sykurblönduna.

4. Hrærið síðast hveitið saman við og blandið varlega saman.

5. Hellið deiginu í formið.

6. Stráið berjunum og sykrinum yfir deigið. Látið þau þekja allt deigið - þau munu sökkva ofan í kökuna þannig svp það er bara betra að hafa meira en minna.

7. Bakið neðarlega í ofninum í 35-40 mínútur við 180-200°C. Fylgist með - hún á að verða ljósgyllt á litinn.

 

Látið kökuna kólna örlítið áður en hún er borin fram. Upplagt er að bera kökuna fram með vanillusósu, ís eða þeyttum rjóma.

Höfundur: Theodóra J. Sigurðardóttir Blöndal