- +

Massaman karrí með kjúklingi

Innihald:
4 kjúklingabringur
3 msk. massaman karríblanda (3-4 msk.)
400 g kókosmjólk
2 gulir laukar
2 gulrætur (3-4)
5 kartöflur
3 cm engifer, smátt skorið
2 msk. hnetusmjör
2 dl salthnetur
½ rauð papríka skorin í litla bita
2 msk. fiskisósa (2-3 msk.)
2 msk. hrásykur eða pálmasykur
½ dl tamarindsósa (eða 2 msk. limesafi og 1 msk. púðursykur)
2 teningar af grænmetiskrafti eða kjúklingakrafti (1-2 teningar eftir smekk)
4 lime-lauf (eða eftir smekk)
35 g smjör

Meðlæti
Hrísgrjón
Salat

Aðferð:

Skerið engiferið smátt og gulræturnar í sneiðar. Skerið laukinn i frekar stóra bita. Afhýðið kartöflurnar og skerið þær í minni bita.

Skerið kjúklingabringurnar í bita.

Hitið smjör í potti eða pönnu.  Setjið 2 stórar matskeiðar af massaman karrípaste á pönnuna ásamt engiferinu og gulrótarbitunum. Látið hitna á pönnunni og bætið svo við laukinn og steikið saman þar til laukurinn hefur fengið á sig fallegan lit.

Setjið kjúklingabitana saman við og brúnið þá með lauknum. Það er nóg að brúna kjúklingabitana þar sem þeir eiga eftir sjóða hvort er.

Bætið kartöflum saman við og hellið kókosmjólkinni út í ásamt fiskisósunni, hrásykrinum, hnetusmjörinu, tamarindsósunni og grænmetiskraftinum. Hrærið í og lækkið hitann undir svo rétturinn nái að rétt svo malla. Bætið lime-laufunum og salthnetunum saman við og látið sjóða með réttinum. Smakkið til og bætið við meira af massaman kryddblöndu, hetusmjöri eða t.d. limelaufum ef ykkur hentar. Ég þarf alltaf að bæta meira við af öllu.

Látið malla í rúmlega 10-15 mínútur eða þar til kartöflurnar er soðnar. Í lokin eru 35 g (u.þ.b. 2 msk.) bætt út í réttinn til að fá mýkt í áferðina og gott bragð. 

Berið fram með hrísgrjónum og salati.

Höfundur: Theodóra J. Sigurðardóttir