- +

Bjór kjúklingur með kartöflusalati, fylltum sveppum og kaldri sósu

Kjúklingur
salt og pipar
ólífuolía
1 stk. heill kjúklingur
33 cl dós af bjór (milli dökkum)
1 stk. sítróna
1 grein thyme
1 grein rósmarín

Kartöflusalat
salt og pipar
600 g smælki
300 ml sýrður rjómi 18% frá Gott í matinn
20 g graslaukur
2 stk. shallottu laukar
1 stk. chilli
1 stk. sítróna
15 g hunang

Fylltir sveppir
8 stk. kjörsveppir
1 stk. dala hringur (eða annar hvítmygluostur)
100 g kurlað beikon

Köld sósa
500 ml mjólk
200 g gráðaostur eða piparostur

Aðferð:

Kjúklingur aðferð:
Kjúklingurinn er skolaður og lítil göt gerð undir skinnið á honum, í götin er stungið einni sneið af sítrónu, einni grein af thyme og einni af rósmarín. Bjórinn opnaður og dósinni er komið fyrir inn í kjúklingnum til að gufusjóða kjúlinginn að innan með bjór. Kjúklingurinn er nuddaður með olíu og kryddaður með salti og svörtum pipar. Grillið er hitað og fuglinn settur á það þannig að hann standi uppréttur. hafður á í um það bil 1 1/2 klst. G
Gott getur verið að hafa álpappír vafinn um fuglinn fyrstu 15-25 mínúturnar.

Kartöflusalat aðferð:
Kartöflurnar eru soðnar heilar í vatni, síðan eru þær sigtaðar og kældar. Hver kartafla er skorin í fjóra bita,  
skarlottu laukurinn er skrældur og skorinn fínt niður, chillíinn er einnig saxaður fínt, graslaukurinn er saxaður og blandaður við skarlottinn og chillíinn. Að lokum er sýrðum rjóma og hunangi blandað saman við og börkur af ½ sítrónu raspaður út í. Smakkað er til með smá sítrónu safa, salti og pipar.

Fylltir sveppir aðferð:
Stilkurinn af sveppunum er hreinsaður úr, beikonkurlið er steikt á pönnu þar til að það er orðið stökkt. Beikoninu er skipt jafnt ofan í sveppina og ostur er skorinn smátt og sett ofan á beikonið. Kryddað með salti og pipar og grillað í 10-15 mínútur.

Köld sósa aðferð:
Mjólkin er hituð í potti upp að suðu, ostinum er bætt við og pískað saman eða tekið með töfrasprota, kryddað til með salti og pipar og síðan kælt.

 

 

Höfundur: Ungkokkar Klúbbur matreiðslumeistara