
Einfalt
Waldorf-salat
Waldorf-salat
3 græn epli, afhýdd og skorin í 1 cm bita
16 græn vínber, skorin í tvennt
¼ granatepli, fræin eingöngu notuð (má sleppa)
3 sellerístönglar, skornir í fínar sneiðar
50 g valhnetur, grófsaxaðar
150 ml sýrður rjómi frá Gott í matinn 18%
150 ml rjómi frá Gott í matinn, þeyttur
1 msk. sítrónusafi
1 msk. hlynsíróp (má sleppa)
Aðferð:
Blandið öllu saman í skál og geymið í kæli þar til salatið er borið fram. Best er að búa það til sama dag og það á að borðast. Skreytið salatið með söxuðum valhnetum.
Höfundur: Inga Elsa Bergþórsdóttir