Menu
Toblerone ís

Toblerone ís

Klassískur og góður eftirréttur um jólin.

Innihald

12 skammtar
eggjarauður
sykur
púðursykur
rjómi frá Gott í matinn
vanilludropar
toblerone
súkkulaðisíróp

Toppur:

rjómi frá Gott í matinn
Toblerone
Súkkulaðisíróp

Skref1

  • Þeytið eggjarauður og sykur saman þar til blandan verður ljós og létt.

Skref2

  • Blandið púðursykrinum saman við með sleif.

Skref3

  • Þeytið rjómann, passið ykkur þó að þeyta hann ekki of mikið, hann þarf ekki að standa alveg.
  • Blandið honum saman við eggjarauðublönduna með sleif og hrærið vel.

Skref4

  • Bætið vanilludropum saman við ásamt grófsöxuðu toblerone og hrærið þar til allt hefur náð að blandast vel saman.
  • Fyrir þá sem vilja nýta eggjahvíturnar í eitthvað annað er um að gera að skella í t.d. marengs. Fyrir ykkur sem ætlið ekki að nota þær í annað er hægt að stífþeyta þær og blanda þeim saman við ísblönduna.

Skref5

  • Hellið ísblöndunni í kökuform eða ílát sem þolir frost.
  • Hellið súkkulaðisírópinu yfir ísinn og blandið saman við með því að snúa hníf í hringi ofan í ísnum.
  • Frystið í að lágmarki 5 klst.

Skref6

  • Þegar þið berið ísinn fram er gaman að skeyta hann fallega með rjóma og grófsöxuðu eða heilu toblerone, einnig er gott að bjóða upp á auka súkkulaðisíróp með ísnum eða aðra heimagerða súkkulaðisósu.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir