- +

Rjómamakkarónur með Gotta-osti, tómötum og baunum

Innihald
500 g makkarónur
2 msk smjör
½ stk laukur, fínsaxaður
1 stk hvítlauksrif, fínsaxað
rauðar chillíflögur á hnífsoddi
1 ds maukaðir tómatar, safi sigtaður frá
3 dl rjómi
2½ dl frosnar grænar baunir, þiðnar
150 g Gotta-ostur, skorinn í smáa teninga
sjávarsalt og svartur pipar

Aðferð:

1. Sjóðið makkarónur samkvæmt leiðbeiningum á pakka.

2. Steikið laukana upp úr smjöri og kryddið með rauðum chillíflögum. Setjið tómatana saman við og látið malla í 5 mínútur.

3. Hellið rjóma og baunum saman við ásamt elduðum makkarónum. Bætið ostinum varlega saman við og smakkið til með salti og pipar.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir