- +

Lax í kókossósu með rauðu karrí og grænmeti

Hráefni
500 g lax (500-700 g)
1 stk gulur laukur, smátt saxaður
2 stk hvítlauksrif, smátt skorin
1 stk gulrót, skorin í þunnar sneiðar
1 stk lítill bútur af engifer, skorinn smátt
2 stilkar sítrónugras, skornir smátt
1 stk rautt chili, smátt skorið
1 stk rauð paprika, smátt skorin
2 msk olía
½ l kókosmjólk eða kókosrjómi eða matreiðslurjómi og kókosmjólk
1 stk grænmetis- eða fiskikraftsteningur (1-2 stk)
2 msk rautt karrípaste, eða eftir smekk
1 msk karríduft
1 box sykurbaunir (sugarsnaps)
salt og pipar eftir smekk
saxað kóríander eða aðrar ferskar jurtir

Aðferð:

1. Skerið laxinn í 2-3 cm ræmur og setjið til hliðar.

2. Skerið hvítlauk, lauk, gulrót, engifer, sitrónugras, chili og papriku í litla bita.

3. Hitið olíuna á pönnu eða í góðum potti.

4. Setjið grænmetið á pönnuna og látið það svitna í olíunni í smá stund.

5. Hellið kókósmjólkinni yfir og bætið grænmetiskrafti saman við.

6. Hrærið saman við karrípaste og karríduft. Lækkið hitann og látið þetta sjóða á vægum hita í a.m.k. 15 mínútur. Smakkið. Sósan má alveg sjóða lengur - það dregur fram öll brögð því lengur sem sósan fær að malla.

7. Steikið laxabitana í olíu og smakkið til með salt og pipar. Setjið til hliðar.

8. Setjið sykurbaunirnar í kókóssósuna og smakkið til.

9. Leggið laxabitana varlega út í.

 

Það er kjörið að bera fram hrísgrjón með þessum rétti en einnig er hægt að bera hann fram eins og hann er. Skreytið með kóríander eða öðrum ferskum jurtum. 

Höfundur: Theodóra J. Sigurðardóttir Blöndal