- +

Rjómalöguð tómatsúpa

Innihald:
Salt og nýmulinn svartur pipar
4 msk. laukur smátt skorinn
1 tsk. hvítlaukur saxaður
½ tsk. chilliduft
1 msk. smjör
2 msk. tómatpúrré
2 dósir niðursoðnir tómatar
5 dl kjúklingasoð (vatn og kraftur)
3 dl matreiðslurjómi frá Gott í matinn
3 dl hrein jógúrt frá Gott í matinn
1 msk. maisenamjöl
2 msk. ferskt basil saxað

Aðferð:
Mýkið laukinn, hvítlaukinn og chilliduftið í smjöri, bætið við tómatpúrré og hrærið vel saman í um 2 mínútur. Bætið við niðursoðnum tómötum, lárviðarlaufi og kjúklingakrafti. Látið sjóða við vægan hita í um 10 mínútur, bætið við matreiðslurjómanum. Bragðbætið með kjúklingakrafti, salti og nýmuldum svörtum pipar. Blandið saman 2 dl af jógúrt með maísenamjölinu og setjið saman við súpuna en gætið að því að súpan má ekki bullsjóða eftir að jógúrtið er komið í. Stráið basilíku yfir súpuna rétt áður en hún er borinn fram og setjið restina af jógúrtinu yfir súpuna.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson