- +

Frönsk lauksúpa

Innihald:
1 kg laukur, skorinn í tvennt og svo í þunnar sneiðar
50 g smjör
2 lárviðarlauf
2 greinar ferskt timjan (2-3 greinar) eða 2 tsk. þurrkað timjan
1 tsk. tómatpúrra
2 msk. hveiti
1 glas hvítvín
1½ l kjötsoð (1,5-2 l) t.d. vatn og nautakraftur eða teningar
Salt og pipar
2 msk. koníak (2-3 msk., má sleppa en virkilega gott og sparilegt)
Súrdeigsbrauð, skorið í sneiðar
Rifinn Óðals Ísbúi

Aðferð:

Byrjið á að skera laukinn í sneiðar og bræða smjörið í stórum potti við meðalhita. Steikið laukinn í smjörinu og bætið timijan og lárviðarlaufum út í. Kryddið með smá salti og pipar. Steikið þetta við lágan-meðalhita í um 20-30 mínútur eða þar til laukurinn hefur minnkað um helming og er orðinn fallega brúnn og karamelliseraður. Bætið þá tómatpúrru og 2 msk. af hveiti saman við og steikið í um 5 mínútur. Hellið þá hvítvíninu og soðinu saman við og hrærið vel í á meðan suðan er að koma upp.

Leyfið að malla í a.m.k. 30 mínútur og smakkið til með salti og pipar og ef til vill örlitlu koníaki. Takið lárviðarlaufin upp úr. Hitið grillið í ofninum á hæsta styrk. Setjið súpuna í skálar og dreifið brauðteningunum yfir og vel af rifnum osti. Bakið undir grillinu þar til osturinn er bráðnaður og aðeins farinn að dökkna. Það má líka elda súpuna í eldföstum potti, dreifa brauðinu og ostinum beint yfir súpuna í pottinum og setja hann svo undir grillið. 

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir