- +

Rjómalöguð brokkolísúpa með rifnum osti

Innihald:
2 msk. smjör
½ bolli laukur, smátt saxaður
1 bolli gulrætur, rifnar niður með rifjárni
1 stk. brokkolíhaus meðalstór, smátt skorinn
2 bollar vatn
1 stk. grænmetiskraftur
1 bolli mjólk
1 bolli matreiðslurjómi
2 msk. hveiti
1 tsk. salt
1 tsk. pipar
cayenne pipar af hnífsoddi
1 bolli rifinn Pizzaostur frá Gott í matinn


Súpuna er auðvelt að útbúa og tekur um 30 mínútur.

Uppskriftin dugir fyrir 3-4 fullorðna ef hún er borin fram með brauði.

 

Aðferð:

Brokkolí, gulrætur og laukurinn er sett í pott og steikt upp úr smjörinu í 5-10 mínútur. Passið að hafa hitann ekki of háan því grænmetið á ekki að brenna.

Þegar grænmetið er orðið mjúkt þá er öllu nema ostinum bætt út í og suðan látin koma upp og hrært í um 10 mínútur.

Þegar súpan hefur þykknað þá er ostinum bætt út í og hrært þar til hann er alveg bráðnaður. Fínt er að smakka súpuna til og athuga hvort þið viljið salta meira.

Súpan er svo borin fram með heitu brauði til að fullkomna þetta

Verði ykkur að góðu.

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir