- +

Tortillur með mexíkóosti, pepperoni og spínati

Innihald:
5 stk. stórar tortillukökur
125 g rjómaostur frá Gott í matinn
150 g mexíkóostur rifinn
25 pepperonisneiðar, saxaðar
200 g spínat
100 g rauðlaukur saxaður

Aðferð:

Um 30 bitar - 6 bitar úr hverri rúllu.

Hitið tortillurnar á pönnu svo það sé auðveldara að vinna með þær. Raðið á bretti eða borð. Smyrjið með rjómaosti og stráið mexíkóostinum yfir. Leggið pepperonisneiðarnar á og bætið við spínati og söxuðum rauðlauk. Rúlið upp og kælið. Skerið í sneiðar og setjið sýrðan rjóma á toppinn.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson