- +

Vefjur með risarækjum

Innihald
4 stk. tortillur
salat og spínat
ferskt kóríander
fínrifnar gulrætur
sýrður rjómi 10% frá Gott í matinn
sæt austurlensk chilisósa
16 stk. snöggsteiktar risarækjur (16-20 stk)
fínsaxað chili
límónusafi

Aðferð:
Léttristið tortillakökurnar á heitir pönnu. Raðið ofan á þær salati, spínati, fersku kóríander, rifnum gulrótum, sýrðum rjóma og sætri chilisósu. Léttsteikið rækjurnar báðum megin í 2-3 mínútur. Raðið 4-5 rækjum ofan á hverja köku, sáldrið smávegið að fínsöxuðu chili og dreypið límónusafa yfir. Vefjið kökunum upp. Gott er að setja smjörpappír utan um. Berið strax fram.
 

Höfundur: Inga Elsa Bergþórsdóttir