- +

Steinbítur með karrímangósósu

Steinbítur
salt og nýmulinn svartur pipar
1 kg steinbítur (1-1,2 kg)
3 hvítlauksrif söxuð
500 ml rjómi frá Gott í matinn
200 g sweet mangó chutney (200-250 gr)
1 msk. karrí

 

Aðferð:
Brúnið steinbítin á pönnu í smjörklípu, kryddið með salti og nýmuldum svörtum pipar. Bætið við hvítlauknum og karrí, hellið sósurjómanum yfir. Bætið útí sweet mango chutney, lækkið hitan og látið malla í 8-10 mínútur eða þar til fiskurinn hefur eldast í gegn.
 
Prófið einnig með öðrum fisktegundum t.d. skötusel, hörpuskel eða keilu.
Þennan rétt er lika hægt að laga með kjúklingabringum en þá þarf að elda lengur.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson