- +

Lasanja með bleikju og sítrónu-ostasósu

Innihald:
450 g frosið spínat
6 stk tómatar, vel þroskaðir og skornir í sneiðar
500 g beinlaus og roðflett bleikju- eða laxaflök, skorin í litla bita
250 g fersk lasanjablöð
150 g gratínostur
smjör

Sítrónu-ostasósa
2 msk smjör
2½ msk hveiti
5 dl matreiðslurjómi
200 g mascarpone-ostur
2 tsk fínrifinn sítrónubörkur
2 msk sítrónusafi
sjávarsalt og svartur pipar
múskat, gjarnan rifin fersk múskatrót

Aðferð:

1. Stillið ofninn á 200°.

2. Setjið spínatið í pott með vatni og látið sjóða í 2 mínútur. Hellið vatninu af og kreistið allan vökva úr. Saxið.

3. Bræðið smjör í potti og setjið hveiti saman við, hrærið og látið sjóða. Bætið matreiðslurjóma saman við smátt og smátt. Hrærið stöðugt í. Þegar sósan sýður takið þá af hellunni og hrærið mascarpone-osti saman við. Smakkið til með sítrónuberki, sítrónusafa, salti, pipar og múskati.

4. Smyrjið eldfast mót með smá smjöri. Setjið lasanjablöð á botninn. Sáldrið helmingnum af spínatinu, helmingnum af tómatasneiðunum og fiskibitunum ofan á. Dreifið síðan ⅓ af sítrónu-ostasósunni yfir og endurtakið svo röðunina. Endið á sósu og gratínosti. Bakið í 30 mínútur. Gott er að láta lasanja standa í a.m.k. 10 mínútur áður en það er borið fram.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir