- +

Rjómaís með vanillubragði

Innihald:
500 ml rjómi
4 stk egg
10 msk flórsykur
3 tsk vanilludropar
súkkulaði til að rífa yfir ísinn

Aðferð:

Fyrst eru eggin og flórsykurinn sett saman í hrærivélina þar til blandan er orðin loftkennd.

Þá er vanilludropunum bætt út í og hrært aðeins lengur.

Næst er rjóminn þeyttur. Gott er að hafa hann léttþeyttan svo ísinn verði mýkri.

Þá er komið að því að hræra þeytta rjómanum varlega en þó vel saman við eggjablönduna eða þar til guli liturinn deyr út.

Þegar hingað er komið er hægt að leika sér endalaust með ísinn áður en hann er settur í frost. T.d. er hægt að setja brytjað Toblerone út í ísinn, kókosbollu, ferska ávexti eða hvað sem hugurinn girnist hverju sinni.

Hellið ísnum í frostþolin ílát með loftþéttu loki. Gott er að hræra aðeins í ísnum af og til á meðan hann er að harðna.

 

 

Höfundur: Tinna Alavis