- +

Oreo ostakaka

Botn
220 g hafrakex
50 g púðursykur
100 g smjör, bráðið

Ostakaka
5 dl rjómi
450 g rjómaostur
150 g sykur
½ tsk salt
1 msk sítrónusafi
2 tsk vanillusykur
16 stk Oreo kex

Toppur
½ lítri rjómi
3 stk Oreo kex (3-4 stk)

Aðferð

Setjið smjörpappír í hringlaga form u.þ.b. 23 cm stórt. Setjið hafrakex og púðursykur saman í matvinnsluvél og fínmalið. Bræðið smjör, blandið því saman við og hrærið vel. Setjið hafrakexblönduna ofan í formið og þrýstið vel ofan í botninn og upp á hliðar formsins. Gott er að nota glas eða skeið. Setjið í kæli á meðan þið undirbúið rjómaostablönduna.  

 

Hrærið rjómaost, sykur, salt, sítrónusafa og vanillusykur saman í skál þar til blandan verður slétt og mjúk og setjið til hliðar. Þeytið rjómann þar til hann verður stífur og stendur. Blandið rjómanum varlega saman við rjómaostablönduna með sleif. Setjið Oreo kexið í matvinnsluvél, hakkið gróflega og blandið varlega saman við rjómaostablönduna. Hellið rjómaostablöndunni ofan í formið og kælið í 5 klukkustundir. Þeytið rjóma og sprautið honum ofan á kökuna og skreytið með Oreo kexi. Geymið í kæli þar til kakan er borin fram. 

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir