- +

Oreo pönnukökur

Oreo rjómi:
250 ml rjómi frá MS
1 bolli flórsykur
8 stk Oreo kexkökur, muldar niður

Pönnukökur:
2 bollar hveiti
1½ tsk lyftiduft
4 msk sykur
2 msk kakó
2 stk egg
1 bolli kókosmjólk
4 msk brætt smjör
1 tsk vanilludropar
4 stk Oreo kexkökur, muldar niður
súkkulaðisósa, t.d. íssósa

Aðferð:

Rjóminn er þeyttur og flósykri og Oreo kökunum blandað varlega við og sett til hliðar.

Í skál fer hveiti, lyftiduft, sykur og kakó og blandað saman. Út í fara eggin, kókosmjólkin, brædda smjörið, vanilludropar og oreo kökur og blandað vel saman. Ef blandan er of þykk má bæta mjólk við.

Deigið er sett í litlum skömmtum á pönnu og bakað á báðum hliðum, sett á disk og rjóminn á milli.

Dásamlega gott, njótið vel.

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir