- +

Lime, chilli og súkkulaðitruffla með pekanhnetum

Innihald:
400 g súkkulaði
1 dl rjómi frá Gott í matinn
80 g lint smjör
1 börkur af limeávexti (einnig er gott að nota appelsínubörk)
80 g saxaðar pekanhnetur
1 tsk chilimauk

Til að velta uppúr
60 g kókosmjöl
½ tsk chiliduft

 

Aðferð:
Bræðið súkkulaði og rjóma saman í örbylgju eða vatnsbaði. Bætið í limeberki, chilimauki og pekanhnetum, hrærið svo að lokum lint smjör saman við og kælið.
Þegar massinn er farinn að stífna mótið kúlur og veltið upp úr kókosmjöli og chilidufti.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson